Skilmálar um notkun

Skilmálar um notkun

Þessi vefsíða er rekin af Markvís. Með því að notandi (hér eftir "verkkaupi") skrái sig inn og noti Markvís vefgreiningu (hér eftir "MVG") samþykkir hann að vera bundinn af þessum skilmálum og skilyrðum. Ef verkkaupi samþykkir ekki skilmála þessa skal hann ekki skrá sig inn á MVG.

Markvís áskilur sér rétt til að gera breytingar og uppfærslur á vefsíðunni og notendasvæði þess.

Um notkun á Markvís vefsíðugreiningu

Markvís veitir notendum aðgang að MVG og þeim tólum sem forritinu fylgir. Markvís áskilur sér rétt til að senda tilkynningar og skilaboð til verkkaupa með tölvupósti varðandi MVG.

Verkkaupa er heimilt að nota MGV til þess að tengjast gagnaskrám þeim sem verkkaupa verður úthlutað á lokuðu vefsvæði Markvís. Gagnaskrár verkkaupa eru vistaðar á sérmerktu vefsvæði í eigu samstarfsaðila Markvís Axandra GmbH sem verkkaupi hefur aðgang að. Jafnframt fær verkkaupi þau yfirráð yfir hinu sérmerkta vefsvæði sem notendaviðmót vefsvæðisins býður upp á hverju sinni.

Um gögn og gagnaskrár

Öll gögn og gagnaskrár sem MVG notar í vefsíðugreininguna (fyrir utan persónuleg gögn og gagnaskrár verkkaupa frá google analytics) eru opinber gögn frá internetinu og öllum aðgengileg. MVG safnar saman opnum gögnum (ásamt persónulegum gögnum og gagnaskrám frá google analytics ef þess er óskað) og vinnur úr þeim skrár sem birtar eru í skýrslu MVG. Skýrslur MVG eru geymdar á lokuðu svæði og aðeins aðgengileg verkkaupa. MVG er ekki heimilt að afhenda aðgang að persónulegum skýrslum verkkaupa öðrum en verkkaupa sjálfum. Verkkaupa er heimilt að afhenda þriðja aðila aðgang að sínu svæði og ber hann fulla ábyrgð á úrvinnslu og notkun þeirra upplýsinga sem þar birtast.

Hugbúnaður og höfundaréttur

Hugbúnaðurinn á bakvið MVG er í eigu fyrirtækisins Axandra GmbH (http://www.axandra.com/seo/about-us) samstarfsaðila Markvís sem einnig fer með höfundarrétt. Axandra GmbH hefur höfundarrétt á breytingum, uppfærslum og viðbótum við MVG.

Greiðsluskilmálar og gildistími fyrir áskrift og þjónustu

Gjaldskrá fyrir þjónustu MVG er birt á forsíðu MVG (http://verkefni.markvis.net/portal/). MVG getur breytt gjaldskrá fyrir áskriftarþjónustu með eins mánaðar fyrirvara. Slíkt skal tilkynna með tölvupósti til skráðra notenda MVG.

Fyrsti mánuður áskriftar er gjaldfrjáls. Ákveði verkkaupi að halda áfram í áskrift hefur hann möguleika á að kaupa mánaðarlega áskrift samkvæmt gjaldskrá eða að greiða 12 (tólf) mánuði fyrirfram gegn tilgreindum afslætti (10%). Eindagi reiknings er 10 (tíu) dögum eftir útgáfu reiknings. Sé reikningur ekki greiddur á eindaga áskilur Markvís sér rétt til þess að loka fyrir þjónustuna og eyða þeim gögnum sem tilheyra verkkaupa í MVG.

Gildistími áskriftar er eitt ár (12 mánuðir) og skal endurnýjaður með nýjum samningi ef verkkaupi óskar eftir því.