Markvís leitarvélagreining

Upplýsingar sem notaðar eru við leitarvélabestun

Ef þú hefur hugsað þér að vera sýnilegur á netinu þá byrjar það hér


×

Þú hefur að öllum líkindum lent hér eftir að þú skráðir þig fyrir áskrift á leitarvélagreiningu Markvís. Skráðu þig inn með notendanafninu og leyniorðinu sem þú fékkst frá okkur í tölvupósti. Smelltu hér fyrir innskráningu.

Þú getur alltaf smellt á hjálp í valmyndinni ef þú ert ekki viss hvernig á að halda áfram. Smelltu hér fyrir hjálp.

Ef þú hefur ekki enn skráð þig þá er það mögulegt á vefsíðunni okkar Markvís.

Cinque Terre Við erum á facebook. Smellur í vinstar hornið efst. Ef þér líkar splæstu þá í eitt like


vefsidugreining markvis

Hvar lendir þín síða hjá google?

Fáðu þér fría áskrift að leitarvélagreiningu

Hefurðu velt því fyrir þér afhverju vefsíðan þín kemur ekki ofar í leitarvélaniðurstöðum?

Leitarvélagreining veitir þér upplýsingar sem auðvelda hámörkun hjá leitarvélunum. Markvís er í samstarfi við SEO profiler sem er eitt fremsta greiningafyrirtækið á þessu sviði á netinu. Þegar leitarvélagreiningar á heimasíðum eru framkvæmdar eru aðeins notuð greiningartæki og tól frá viðurkenndum aðilum eins og google, W3 School og fleiri vel metnum vefgreiningafyrirtækjum. Upplýsingum er safnað af netinu og frá analytics reikningum leitarvélanna, þær eru unnar og birtast svo í vandaðri skýrslu. Skýrsluna sem er á ensku, verður hægt að nálgast á netinu með öruggum aðgangi en einnig sem PDF skjal sem hægt er að prenta.

Við bjóðum fría áskrift í einn mánuð. Til þess að hámarka árangur vefsíðunnar þinnar þarftu gagnlegar upplýsingar sem sparar þér tíma og fyrirhöfn við leitarvélabestun. Pantaðu prufuáskrift núna


Hvaða atriði þarf að huga að við leitarvélabestun?

Leitarvélabestun fer ekki einungis fram í bakhluta vefsíðunnar þar sem sveittir kóðasmiðir sitja og smíða einhver galdratákn. Ýmislegt annað er hægt að gera til þess að auka líkurnar á góðri niðurstöðu hjá leitarvélunum. Vefsíða sem er virk og laðar að heimsóknir vegna efnisinntaksins er líklegri til að fá betri niðurstöður í leitarvélunum. Þó svo að Algóriþmar leitarvélanna séu sífellt að breytast og þróast eru nokkur atriði sem munu lengi skipta máli þegar hámarka á heimasíðuna hjá leitarvélunum. Hér eru nokkur:

icon 1

Lykilorð

Allt byrjar þetta með orðum sem slegin eru inn í leitarvélarnar. Lykilorð eru mikilvægasti liður leitarvélana og sá strengur sem tengir vefsíðuna þína við fjöldann.

icon 2

Efni og inntak

Markmið vefsíðunnar er að fá fólk til þess að skoða inntak hennar. Áhugavert efni eykur verulega líkurnar á því að fólk nenni að staldra við á síðunni þinni og jafnvel deila henni með vinum.

icon 3

Baktenglar

Því fleiri áreiðanlegar vefsíður sem vísa á þína heimasíðu með tenglum því fleiri fjaðrir færðu í google hattinn. Að sama skapi þá geta slæmir tenglar reitt fjaðrirnar af.

icon 4

Samfélagsmiðlar

Þátttaka á samfélagsmiðlum eins og google+, facebook, pinterest og twitter skipta máli. Meiri virkni þýðir fleiri heimsóknir auk þess sem leitarvélarnar gefa fleiri punkta.

Hvað er leitarvélabestun eða leitarvélahámörkun?

Leitarvélabestun (e.SEO eða Search Engine Optimization) er sá angi markaðssetningar á netinu sem sveipuð er hvað mestri dulúð. Algórithmar leitarvélanna Google, Bing og Yahoo eru líklega best geymdu leyndarmál internetsins. Margir myndu gefa mikið fyrir vitneskjuna um reikniritin sem ákveða hvar í röðinni vefsíða á netinu lendir þegar einhver framkvæmir leit. Þrátt fyrir að leyndarmálið sé vel geymt er það alls ekki útilokað að koma vefsíðu í topp tíu eða allavega í top tuttugu á leitarvélaniðurstöðunum.

Ef þú vilt vita meira um leitarvélabestun lestu þá grein um málefnið á heimasíðunni okkar.


leitarvelabestun

Kostaðir -og „organic“ tenglar

Organic niðurstöður

Leitarvélabestun er þýðing á enska hugtakinu Search Engine Optimization sem gjarnan er skamstafað SEO. Í stuttu máli þá er markmið leitarvélabestunar (eða leitarvélahámörkunar) að laða gesti að heimasíðum í gegnum leitarvélar eins og google, yahoo og bing með því að þeir slá inn einhver lykilorð eða setningu sem inniheldur lykilorð (leitarorð). Á fagmáli er þessi umferð inn á heimasíðuna kölluð Organic search en þá er ekki átt við lífrænar heimsóknir :).

Kostaðar niðurstöður

Það er mögulegt að borga sig inn í fyrsta sætið með því að kaupa auglýsingar hjá leitarvélunum. Þegar slíkar auglýsingar eru gerðar, til dæmis hjá AdWords þá eru valin lykilorð eða lykil setningar (leitarorð) sem líklegir viðskiptavinir nota við leit að vöru eða þjónustu. Kostnaður við slíkar auglýsingar fer eftir því hversu oft er smellt á tengilinn. Ólíkt því sem margir halda þá færa þessar auglýsingar vefsíðuna lítið sem ekki neitt upp í leitarvélaniðurstöðum. Jafnvel þó fyrirtækið sé í viðskiptum hjá leitarvélunum.

Tökum dæmi

Þú ert að fara að leggja parket og ætlar kanna hverjir selja slíka vöru. Þú ferð á google leitarvélina og slærð inn orðinu "parket". Þá koma efst í niðurstöðurnar tenglar sem kostaðir eru af fyrirtækjum. Fyrir neðan kostaða tengla eru áðurnefndir "organic" tenglar þar sem reiknirit (algoriþmar) leitarvélarinnar hefur ákveðið uppröðunina.


Skoraðu hátt hjá leitarvélunum

Markvís býður vefsíðugreiningu sem hjálpar þér að ná betri árangri hjá Google og öðrum leitarvélum

 • Magnaðar upplýsingar sem nýtast við leitarvélabestun og hjálpa þér að koma síðunni þinni ofar í niðurstöðum.
 • Fullkomið kerfi til þess að greina tengla sem beinast að þinni vefsíðu. Flokkar tengla eftir mikilvægi og sýnir þér "slæma" tengla sem geta haft neikvæð áhrif.
 • Lykilorðagreining sem hjálpar þér að finna út hverju markhópurinn leitar eftir.
 • Tenging við samfélagsmiðla gefur þér glögga mynd af því hvernig þú stendur þig í samanburði við keppinautanna.
leitarvelabestun01

leitarvelabestun01

Fylgstu með vikulegum árangri

Við gefum þér aðgang að netskýrslu þar sem þú fylgist með þínum árangri og árangri keppinautana

 • Skoðaðu hvernig vefsíðan þín er að gera sig hjá Google, Yahoo og Bing í 68 löndum.
 • Berðu árangur þinn saman við keppinauta í faginu. Nýttu upplýsingarnar til þess að ná betri árangri.
 • Finndu út í hvaða sæti þín síða lendir hjá leitarvélunum fyrir lykilorðin þín, samanborið við keppinautana.
 • Rannsakaðu hvaða vefsíður hafa baktengla sem vísa á heimasíður keppinautanna.
 • Skoðaðu hvaða undirsíður á vefsíðunni þinni eru vinsælastar.

Nákvæm skýrsla um villur í kóða

Vefsíðan skönnuð samkvæmt stöðlum Internetsins. Villur í kóðum vefsíðna geta haft neikvæð áhrif á leitarvélaniðurstöður.

 • Gefur þér nákvæma greiningu á villum í kóða vefsíðunnar sem gætu dregið hana niður hjá leitarvélunum.
 • Sýnir alvarlegar athugasemdir sem gætu haft áhrif á niðurstöður.
 • Kemur með vinsamlegar ábendingar sem bætt gætu gæði vefsíðunnar.
 • Hjálpar þér að komast klakklaust í gegnum kóðaskoðun leitarvélanna.
leitarvelabestun01

leitarvelabestun01

Tengir þig við google analytics

Tenging við analytics app leitarvélanna færir þér gagnlegar upplýsingar um gesti vefsíðunnar.

 • Hversu margar heimsóknir fékk vefsíðan þín í síðustu viku, síðasta mánuð eða ár og hvaðan koma þær?
 • Þú sérð hvaða lykilorð í leit gefa þér flestar heimsóknirnar.
 • Hversu margir nota vefsíðuna þína með snjallsíma eða spjaldtölvu? Hvaða vafra nota þeir?
 • Hversu stóran þátt eiga samfélagsmiðlar eins og facebook, twitter eða google+ í heimsóknum?

Markvís er markaðsmiðuð vefsíðugerð

Við erum ekki bara í leitarvélagreiningu. Markvís smíðar heimasíður fyrir fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga.Smelltu til að fara á Markvís vefsíðugerð Flestar þær vefsíður og heimasíður sem Markvís vefsíðugerð smíðar eru skalanlegar eða responsive, þær breytast sjálfkrafa og aðlaga sig að þeim skjá sem verið er nota. Hvort sem verið er að skoða vefsíðuna í snjallsíma, með spjaldtölvu eða fartölvu aðlagar hún sig að skjá stærðinni.

Þegar vefsíða er hönnuð og smíðuð verður að hafa þennan möguleika í huga. Öll svæði á síðunni þar sem efnisinntak vefsíðurnnar (e.content) birtist verður að lúta ákveðnum lögmálum til þess að þetta sé mögulegt. Þetta á við hvort sem verið er að smíða vefverslun eða venjulega upplýsingasíðu. Það sama á við um myndir. Myndir sem breiða úr sér á stórum flatskjá gætu litið illa út í litlum snjallsíma. Þessvegna verður að huga að þessum atriðum í uppafi heimasíðugerðarinnar. leitarvelagreining

vefsidugreining markvis